Sköpum jákvætt og öruggt hinsegin skólaumhverfi
Lýðheilsa hinsegin ungmenna á landsbyggðinni
Hvernig hlúum við að velferð hinsegin ungmenna á landsbyggðinni?
Hvernig getum við bætt skólaumhverfið, gert það öruggara og unnið gegn jaðarsetningu?
Fá hinsegin ungmenni á landsbyggðinni þann stuðning sem þau þurfa á að halda í skólanum?
Félagið Hinsegin lífsgæði efnir til fundar ætluðum skólastjórnendum og öðrum áhugasömum um lýðheilsu hinsegin ungmenna á landsbyggðinni, hvernig megi bæta stuðning við þau og stuðla valdeflingu þeirra innan skólakerfisins.
Fundurinn fer fram í Háskólanum á Akureyri miðvikudaginn 8. maí 2024 milli kl. 10-12.
Fundinum verður einnig streymt.
Á dagskrá fundarins eru:
Ávarp Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra
Dr. Bergljót Þrastardóttir lektor við Háskólann á Akureyri sem gerir grein fyrir nýlegri skólakönnun um stöðu hinsegin ungmenna í skólaumhverfinu á landsbyggðinni
Davíð Samúelsson verkefnisstjóri sem segir frá verkefninu Öruggara hinsegin skólaumhverfi
Pallborðsumræður um stöðu hinsegin ungmenna á landsbyggðinni
Takið daginn frá og skráið fundinn hjá ykkur