Verkefni

Hinsegin lífsgæði: Stuðningsáætlun fyrir vellíðan hinsegin barna og ungmenna.

Um er að ræða samnorrænt verkefni sem miðar að því að uppræta fordóma, útilokun og jaðarsetningu sem hinsegin börn og ungmenni eru útsett fyrir, sérstaklega í litlum samfélögum í dreifbýli, með aukinni fræðslu og menntun kennara, nemenda og starfsfólks í skólum á landsbyggðinni.

Ætlunin er að koma á fót upplýsingatorgi þar sem kennarar og aðrir skólastarfsmenn geta á jafningagrundvelli aflað sér upplýsinga, leitað þekkingar og ráðgjafar og borið saman bækur með öðru fagfólki í skólum á Íslandi, í Færeyjum og Svíþjóð. Í því skyni geti þau sótt námskeið, deilt fréttum og nálgast efni úr gagnagrunni, s.s. myndbönd, rafræn námskeið, hlaðvörp og umræður á lokuðum vefsíðum.

Verkefnið er sérstaklega miðað við að bæta stöðuna á landsbyggðinni þar sem sérfræðiþjónusta af þessu tagi hefur almennt ekki verið fyrir hendi.

Verkefnið er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni.