Námstefna á Akureyri og heimsókn í skóla á landsbyggðinni
Nú er lokið heimsóknum fulltrúa Hinsegin lífsgæða í skóla á landsbyggðinni. Heimsóttir voru sex skólar í öllum landsfjórðungum: á Egilstöðum, Hellu, Húsavík, Blönduósi, í Borganesi og Vesturbyggð. Heimsóknirnar fóru fram í kjölfar námsstefnu sem félagið hélt á Akureyri 11. október 2024.
Ráðstefnan og fundirnir báru yfirskriftina AÐ TILHEYRA og beindi athyglinni að því hvernig byggja megi upp öruggara skólaumhverfi fyrir hinsegin ungmenni á landsbyggðinni.
Fjallað var um hvernig hægt væri að vinna gegn jaðarsetningu og auka inngildinu hinsegin nemenda og jafnframt hvernig hægt væri að bæta stuðning við hinsegin nemendur og fjölskyldur þeirra í dreifbýli.
Meðal þeirra sem töluðu á fundunum var Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir. Hún nefndi erindi sitt Hinsegin í sveitinni en Ugla hefur í mörg ár talað fyrir málefnum transfólks á Íslandi. Dr. Bergljót Þrastardóttir lektor við Háskólann á Akureyri talaði um hinsegin veruleika í skólum á landsbyggðinni og sagði þar frá niðurstöðum frá niðurstöðum í nýlegri könnun a vegum Hinsegin lífsgæða um málefni hinsegin nemenda í nokkrum sveitarfélögum á landsbyggðinni sem og frá eldri skólakönnunum. Fanney Kristjánsdóttir jafnréttisfulltrúi og kennari við Verkmenntaskóla Austurlands var svo með erindi um að byggja brýr og hvernig hægt væri að valdefla skólaumhverfið með jákvæðum hætti og Davíð Samúelsson verkefnastjóri Hinsegin lífsgæða sagði frá tilurð verkefnisins.
Eins og kemur fram í hjálagðri samantekt virðist vera brýn þörf á meiri fræðslu og tengingu milli skóla í mismunandi landshlutum. Margt kemur uppá í skólastarfi og kennarar og starfsfólk þurfa á meiri stuðningi að halda. Hér þessari síður eru hægt að skoða fyrirlestra og annað sem tengist verkefninu um það hvernig við stutt og lært hvert af öðru.
Vonandi getum við haldið áfram að hlúa að og miðla þekkingu með hvert öðru. Hugmyndir eru um að setja upp hlaðvarp þar sem kennarar, foreldrar og hinsegin nemendur deila reynslu sinni. Ef fjármagn fæst væri á næsta ári hægt að halda námsstefnu á Akureyri í samstarfi með Háskólanum á Akureyri þar sem haldið verði áfram að ræða málefni hinsegin nemenda og hvernig við getum gert skólaumhverfið jákvæðara og öruggra.