Hinsegin stuðningur í skólaumhverfinu
Það er engin vafi að aukin þörf er fyrir sérstakan stuðning við hinsegin nemendur á svipaðan hátt og nemendur sem þurfa liðveislu í skólaumhverfinu vegna einhvers konar greiningar sem þau hafa fengið. Það er á valdi skólastjórnenda og kennara hvernig þeir móta skólaumhverfið og koma til móts við nemendur sem þurfa á stuðningi að halda.
Fjölbreyttir hópar hinsegin nemenda eiga á brattann að sækja eins og umræðan í samfélaginu hefur þróast á seinustu árum.
Mikilvægt er að hinsegin nemendur fái stuðning í skólaumhverfinu og hjálp til að efla sjálfsöryggi sitt og þroskast við hvetjandi aðstæður. Hvers kyns stuðningur í skólaumhverfinu getur bætt andlega líðan þeirra og um leið haft áhrif á námsárangur og félagslega stöðu þeirra svo dæmi séu tekin.
Mikil umræða hefur verið um óöruggt skólaumhverfi hinsegin nemenda og að þörf sé á fleiri sérhæfðum úrræðum fyrir þennan hóp nemenda. Þó svo skólaumhverfið sé orðið opnara en áður þá telur stór hluti nemenda sigekki mæta þeim stuðningi sem þeir máttu vænta í skólaumhverfinu. Aðilar sem hafa þekkingu á hinsegin málefnum séu ekki til staðar hvort heldur í hópi kennarar, kynjafræðinga eða annarra ráðgjafa.