Tilgangur hinsegin stuðnings í skólaumhverfinu
Hinsegin stuðningur í skólaumhverfinu er til komið af því að þörf er á að bæta öryggi og um leið líðan hinsegin nemenda í skólaumhverfinu. Verkefnið felst í að bæta þekkingu bæði kennara og annarra starfsmanna skólanna á hinsegin fræðum til að þeir geti betur risið undir þeirri ábyrgð sem þau bera á velferð hinsegin nemenda sinna. Þannig á verkefnið í heildina að stuðla að aukinni þekkingu og vitund þeirra sem starfa að menntun barna og unglinga á hinsegin fræðum.
Kennarar og starfsmenn í skólaumhverfinu öðlast með því betri hæfni í að nálgast hinsegin nemendur og þarfir þeirra. Um leið verða þeir betur í stakk búin að veita foreldrum hinsegin nemenda stuðning og fræðslu, s.s. um hvar og hvernig þeir geti leitað sér hjálpar ef er á því. Þannig getur skólaumhverfið orðið hinseginvænna og aukið almenna þekkingu á málefnum hinsegin fólks, bæði meðal kennara og nemenda.